
Útivistarlína einangruð með íslenskri ull
Ný útivistarlína Icewear er vistvænn kostur þar sem nýsköpun og íslensk ull spilar lykilhlutverk. Einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar gefa góða öndun, hrinda frá sér raka og gefa stöðugan varma við síbreytilegar aðstæður. Ullar-útivistarlínan samanstendur af úrvali af ullarúlpum, ullarjökkum, ullarvestum, ullarbuxum og aukahlutum, allt einangrað með íslenskri ull.
UllarlínanFuni gull úlpa
Icewear fagnar 50 ára afmæli! Mjúk dúnúlpa sem heldur á þér hita, hvort sem þú ert borgarbarn eða fjallagarpur. Funi úlpa er með unisex sniði og er kjörin úlpa fyrir alla sem lifa virkum lífsstíl.
Funi gull úlpaVinir Icewear
Vinir Icewear fá 20% af öllu Icewear í september og 10% af öðrum vörumerkjum.
Gerast vinur
Icewear
Fyrirtækið var stofnað árið 1972 á Hvammstanga undir nafninu Drífa, en þá var fyrirtækið rekið sem prjónastofa sem framleiddi íslenskar ullarvörur fyrir heildsala. Í dag er fyrirtækið betur þekkt undir nafninu Icewear, sem jafnframt er aðal vörulína fyrirtækisins. Markmið Icewear hefur frá upphafi verið að bjóða upp á vörur sem höfða til ferðamanna, en á undanförnum árum hefur Icewear einnig sótt í sig veðrið á meðal Íslendinga. Icewear útivistarfatnaðurinn er hannaður á Íslandi fyrir margbreytilega íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að geta brugðist rétt við aðstæðum. Icewear framleiðir einnig fjöldann allan af minjagripum fyrir ferðamenn á Íslandi, sem og mikið úrval af hefbundnum íslenskum lopapeysum. Nýjasta áherslan í vörulínu Icewear eru snjógallar og pollagallar á börn.
Icewear fatnaður er hannaður með það í huga hverju Íslendingar þurfa að klæðast til að fá sem besta vörn við óheftum veðuröflunum sem láta oft gamminn geisa á þessu fallega landi. Icewear býður því upp á fjölbreytilegt úrval af úlpum á góðu verði, enda er góð úlpa líklega ein mikilvægasta flíkin í fataskáp allra Íslendinga. Hjá Icewear má einnig finna margs konar útivistarklæðnað fyrir alla fjölskylduna fyrir hvaða aðstæður sem er, hvort sem þú ætlar upp á Hvannadalshnúk eða Esjuna. Breið vörulína Icewear býður upp á alklæðnað á alla fjölskylduna: grunnlag, miðlag og ysta lag, vettlinga og húfur, á góðu og sanngjörnu verði.