Fallegu ullarteppin frá Icewear eru íslensk hönnun. Teppin eru nógu stór til að hylja þig og ástvini þína og því fullomin til að kúra undir á köldum vetrardegi. Kauptu þér stórt og hlýtt ullarteppi til að taka með í sumarbústaðinn eða til að fegra heimilið. Icewear teppin eru til í mörgum litum og munstrum, en þessi gullfallegu teppi eru gerð úr 100% ull og munu endast þér í langan tíma. Hönnunin er tímalaus og innblásin af íslenskri náttúru, með íslenskum táknum og myndum á borð við lunda, íslenska hestinn, ískristalla og fiskibein. Ullarslárnar eru eilítið minni en hin teppin og geta jafnframt verið notuð sem skraut á rúmið eða til fóta.