Íslensk veðrátta hlífir engum og því er mikilvægt að vera vel útbúinn á fjöllum og í annarri útivist. Hjá Icewear finnur þú fatnað fyrir rigningu, rok og snjókomu. Regnföt á fullorðna. Regnkápur, skeljar, göngubuxur, skelbuxur, ullarnærföt og föðurland.
Brim regnjakki
Nútímaleg útfærsla af klassískum regnjakka sem er einfaldur, hentugur og þægilegur. Jakkinn er gerður úr vatnsþéttu efni og tilvalið að hafa hann með í ferðalagið ef skyldi rigna.
Léttar og þæginlegar buxur fyrir útivistina, jafnt í útilegur og sem krefjandi fjallgöngur. Fljótþornandi og teygjanlegt efni til að hámarka hreyfigetu og þægindi.
Uppfært snið af klassískri regnkápu fyrir karla. Einföld og þægileg flík fyrir allskonar aðstærður. Sniðið er vítt svo auðvelt er að klæðast hlýjum fatnaði undir regnkápunni á köldum dögum.
Regnkápan er gerð úr vatnsþéttu efni og er tilvalinn ferðafélagi þegar rignir. Sniðið er vítt svo auðvelt er að klæðast hlýjum fatnaði undir regnkápuna á köldum dögum.
Göngubuxurnar eru hannaðar með hreyfingu í huga en efnið er vatnsfráhrindandi og andar vel ásamt því að vera mjög teygjanlegt til að hámarka hreyfigetu og þægindi.
Ekki finnst öllum rigningin góð þótt það segi í laginu góða, en þegar það er grenjandi rigning er eins gott fyrir okkur Íslendinga að vera vel klædd í vönduð regnföt. Hvort sem þú ætlar að verja lengri eða styttri tíma úti í rigningunni er sniðugt að kaupa flotta regnkápu. Fyrir lengri útivist er gott að eiga regnjakka og regnbuxur sem anda en hlífa okkur engu að síður vel fyrir ágengri rigningunni við hvers kyns afþreyingu, hvort sem stefnan er tekin á Esjuna eða út að plokka.
Icewear býður upp á léttir vindjakkar og vandaðan regnfatnað til að fara út og njóta íslenska veðursins í allri sinni fegurð, hvort sem það er sól, rigning eða slydda.
By accepting all cookies you enhance site navigation and assist in our marketing efforts.